Vegna uppfærslu á snjallboxi bjóðum við fría heimsendingu af öllum vörum (innan höfuðborgarsvæðis)

1. Upplýsingar um seljanda:

Simbi ehf., kt. 590319-1710. Steinagerði 10, 108 Reykjavík.  Virðisaukaskattsnúmer: 45178.

2. Verð:

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum og eru með VSK. Vinsamlega athugið að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara vegna gengismála, rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

3. Greiðslumöguleikar:

Í boði er að greiða með Netgíró eða með korti á öruggri síðu Salt pay (Borgun).

 -Netgíró:
Netgíró er kortalaus viðskipti á netinu. Til þess að geta nýtt sér þennan greiðslumöguleika er skilyrði að viðskiptavinur sé með aðgang hjá Netgíró sem hægt er að sækja um hér:  www.netgiro.is Viðskiptavinur þarf þá einungis að slá inn kennitölu og lykilorð í lok kaupferlisins. Greiðsluseðill birtist í heimabanka viðskiptavina sem gefst kostur á að greiða reikninginn innan 14 daga, vaxtalaust. 

4.Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:

Skilafrestur á vörum eru 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum. Sé vöru skilað innan 14 daga frá þeirri dagsetningu býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði. Sé vöru skilað seinna en innan 14 daga býðst viðskiptavini hins vegar að fá inneignarnótu. Inneignarnóta gildir í eitt ár frá útgáfudegi.

Skil á vörum eru háð eftirfarandi skilyrðum:
  • Að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi vöru.
  • Að vara teljist í söluhæfu ástandi
  • Að varan sé ekki merkt, nema um ranga eða skemmda vöru sé að ræða.

5. Höfundaréttur og vörumerki:

Texti, grafík, logo, myndir og allt efni á www.simbi.is eru í eigu Simbi ehf. Öll afritun og endurdreifing er bönnuð nema með skiflegu leyfi frá Simbi ehf.

6. Hönnunarforrit á vefsíðu

Vefverslunin www.simbi.is notast við hönnunarforrit. Það er notað til viðmiðunar og getur loka útkoman verið önnur en sú sem kemur fram á síðunni. 

7. Vöruafhending

Afhendingartími vöru er innan við 48 tímar frá því að pöntun var lögð inn.

Í einstaka tilfellum getur afhendingartími þó verið lengri.

Ef pöntun berst um helgi, er hún afgreidd næsta þriðjudag.

Hægt er að hringja í okkur í síma 537-2300 og athuga hvað það er langur biðtími. 

Við látum vita með email eða SMS þegar pöntun er tilbúin.

Ef valið er að sækja vöruna, er hún sótt í snjallbox, Steinagerði 10, 108 Reykjavík.

Heimsending:

Ef valið er að senda vöruna innan höfuðborgarsvæðis  (póstnúmer: 101-113, 170, 200-203, 206, 210, 220, 221,225, 270 og 271) er hún keyrð út á milli kl: 18:00-20:00. Við hringjum á undan okkur til að athuga hvort einhver sé heima til að taka á móti vörunni.

Ef valið er að senda út á land, fer sendingin í póstsendingu með Póstinum. 

Verð fyrir heimsendingu:

Innan höfuðborgarsvæðis: 990 kr

Utan höfuðborgarsvæðis á pósthús: 990 kr

Utan höfðuborgarsvæðis heim: 1590 kr

Frí heimsending ef verslað er fyrir 10.000kr eða meira.

Fara efst á síðu